Reynsla og rannsóknir norðmanna

Í Noregi hefur stórþari verið sleginn og unninn í um þrjátíu ár. Þar hafa ítarlegar rannsóknir einnig verið gerðar á stórþara, vinnslu hans og áhrifum hennar á lífríkið. Rannsóknirnar ná yfir nokkura ára bil og taka því tillit til mögulegra langtímaáhrifa af þaravinnslu.

Við mat á vísindarannsóknum er mikilvægt að hafa í huga forsendur og umfang rannsóknanna og gæta þess að draga ekki ályktanir af þeim sem ef til vil er ekki innistæða fyrir.

Hér að neðan má finna hlekki á þrjár mismunandi rannsóknir sem eru gagnlegar og áhugaverðar fyrir þá sem vilja kynna sér vinnslu á úthafsþara með málefnalegum og upplýstum hætti.

Samandregið er hægt að segja að rannsóknir staðfesti að skipulögð söfnun á úthafsþara á sérvöldum svæðum, þar sem unnið er eftir nákvæmu kerfi, hefur engin langtímaáhrif á vistkerfi eða líf í sjónum.

Helsti munur á því hvernig Norðmenn greiða eftir þara og hvernig Íslandsþari gerir það er að þarafestan er skorinn af stilknum hér á landi og mun sá lífmassi og smádýr sem þar sitja fara aftur í hafið. Norskar rannsóknir sýna mjög sterklega að fiskistofnar, vöxtur þeirra og viðkoma verða ekki fyrir mælanlegum áhrifum af þaravinnslu. Einnig er allt að ¾ þaraskógarins sem situr eftir, eftir að greiðan hefur farið um svæðin.

Rannsóknirnar sem um ræðir eru:

  • Í rannsókn sem unnin var af Havforskningsinstituttet (norska Hafrannsóknarstofnun) og birt 2020 kemur fram að þarasláttur hefur minniháttar áhrif á fisk og uppvöxt hans.

https://www.hi.no/hi/nyheter/2020/januar/taretraling-har-begrenset-effekt-pa-fisk

  • Önnur rannsókn, einnig unnin af Havfoskningsinsttuttet sem birt er 2018 veltir upp þeirri spurningu hversu mikið er af þara í sjónum og hversu mikilvægur þarinn er fyrir fjölbreytt og viðkvæmt vistkerfi sjávar. Í rannsókninni er metið á hvaða svæðum er óhætt að stunda þaravinnslu og hvar ekki og sýnir mikilvægi þess að velja vinnslusvæði af kostgæfni.

https://www.hi.no/hi/nyheter/2018/oktober/hvor-mye-tare-finnes-i-norge

  • hjá Havforskningsinstituttet var unnin viðamikil rannsókn á árunum 2013 – 2018 um hve hratt þaraskógur endurnýjar sig eftir eyðingu vegna ágangs ígulkerja (í Norður Noregi) og hvað þarf að hvíla einstök svæði lengi milli slátta.

https://www.hi.no/hi/nyheter/2018/desember/taren-kom-tilbake-etter-traling-men-restitusjonen-tar-tid