Hjalteyri - Tilraunavinnsla

Íslandsþari hefur frá 2022 verið með 200 fermetra aðstöðu við Hjalteyri við Eyjafjörð þar sem hentugt er að landa og gera tilraunir með framleiðslu úr Stórþaranum. Keypt hafa verið tilskilin tæki og prófanir gerðar á hinum ýmsu ferlum við úrvinnslu á Algínötum á mismunandi stigum vinnslunnar.

Þessi tilraunaverksmiðja er mikilvægur hlekkur í að greina og ákveða hvaða tækjabúnaður hentar í stærri verksmiðju en einnig nauðsynleg til að undirbúa og þróa afurðir til sölu á markað. Það er gert með rannsóknum og greiningu á efnasamsetningu afurða í þeim tilgangi að aðlaga þær að kröfum og þörfum endaviðskiptavina.