Svar: Við erum að taka Stórþara - laminaria Hyperborea, stóra brúnþörunga sem vaxa neðansjávar, stundum á um 30m dýpi.
Svar: Að sjálfsögðu ekki. Við tökum aðeins lítið hlutfall (allt að 2%) af tiltækum lífmassa byggt á sannreyndum norskum þaratökuaðferðum sem notaðar hafa verið í áratugi og samkvæmt fyrirmælum og kröfum Harannsóknarstofnunar. Með þessari þaratökunaraðferð föngum við þroskaðar eldri plöntur, aðeins 5-10 ára. Á hverju ári rifna upp allt að 10-20% af stórum þroskuðum plöntum í stormum og skola þeim á strendur okkar. Í þeim samanburði höfum við lágmarks áhrif.
Svar: Já, það hafa m.a verið gerðar rannsóknir í Noregi. Hlekki á þær rannsóknir má finna hér á síðunni. Rannsóknir og mælingar hafa verið framkvæmdar á vegum Hafrannsóknarstofnunar.
Svar: Nei, Þarataka fjarlægir stórar þroskaðar plöntur líkt og á sér stað í náttúrunni. Við það kemst aukið ljós að smærri plöntum sem annars vaxa undir þeim stærri, í skugga. Þessar yngri og minni plöntur vaxa þá hraðar og endurheimta kolefnisjafnvægið.
Svar: Nei ferlið mun ekki trufla fiskinn. Við munum fylgjast stöðugt með svæðinu með neðansjávarmyndavélum á bátum og með köfurum í samvinnu við Hafrannsóknarstofnun. Við bendum líka á norskar rannsóknir í þessu efni.
Svar: Sem fyrirtæki munum við vinna stöðugt mat á áhrifum starfsemi okkar á umhverfið í nánu samstarfi við Hafrannsóknastofnun. Við vitum líka að Norðmenn hafa stundað þaratöku í yfir 40 ár án merkjanlegra neikvæðra áhrifa.
Svar: Já! Við höfum fengið rannsóknar- og nýtingarleyfi til þaratöku næstu árin frá íslenskum stjórnvöldum, undir ströngu eftilriti og samkvæmt skilyrðum Hafrannsóknastofnunar. Áður en leyfið var veitt var gerð umfangsmikil könnun undir stjórn Hafrannsóknarstofunar á magni þara meðfram allri norðurströnd Íslands.
Svar: Sú þarategund sem við erum að nýta endurnýjar sig ekki ef toppurinn er skorinn af, heldur deyr. Með því að rífa rótarhausinn með búum við til pláss fyrir næstu kynslóð þarans til að vaxa.
Svar: Það væri frábært ef við gætum það! Hingað til hefur engum tekist að rækta Laminaria hyperborea á hagkvæman hátt. Við fylgjumst hins vegar með vísindunum og hlökkum til nýrrar þróunar í þeim efnum.
Svar: Við munum sækja þara á nokkrum svæðum út fyrir Norðurlandi í samráði og samvinnu við Hafrannsóknastofnun.