Hvernig fer þaraupptakan fram?

Með sérhönnuðu skipi komum við þara upp á yfirborðið með sérstakri greiðu. Þetta er tækni sem hefur verið notuð á sjálfbæran hátt í Noregi í meira en 40 ár. Greiðan er sérstaklega hönnuð til að uppskera aðeins lítinn heildarhluta (allt að 2%) af eldri plöntum á aldrinum 5-10 ára.

Þegar þarinn er kominn um borð er rótin skorin af og henni skilað aftur í hafið svo að allar þær lífverur sem eigu búsetu í henni geti flutt sig um set. Við förum ekki aftur á uppskerusvæði í að minnsta kosti 5 ár. Uppskerusvæðin eru háð stöðugri vöktun og endurskoðun Hafrannsóknarstofnunar.