Allt frá upphafi þessa verkefnis höfum við leitað leiðsagnar hjá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og Hafrannsóknastofnun. Sjálfbærni er grunngildi Íslandsþara og við skuldbindum okkur til að vinna náið með Hafrannsóknastofnun að langtímaáætlun á rannsóknum og vöktun veiða okkar.
Sem hluti af rannsóknar- og veiðileyfi okkar erum við með langtímaáætlun um umhverfisvöktun hjá Hafrannsóknastofnun. Í því felst að koma upp fjölda merktra varnarsvæða við norðurströnd Íslands til að kanna hugsanleg áhrif uppskerunnar á umhverfið. Á hverju svæði förum við í gegnum allt ferli þaratekju og fylgjumst með áhrifum hennar á þaraskóginn í nokkur ár. Þetta felur í sér vöktun á vexti yngri plantna eftir að eldri plöntur hafa verið fjarlægðar og einnig vöktun á víðtækari áhrifum á vistkerfið, svo sem fiskistofna.
Íslandsþari starfar nú samkvæmt rannsóknar- og vinnsluleyfi, en eftir að varanlegt vinnsluleyfi fæst munum við halda áfram ítarlegum rannsóknum á hafsvæðinu fyrir norðan Ísland og vonumst til að starfa náið með háskólasamfélaginu og öðrum hagsmunaaðilum að þeim.